Kennarar, tölvunarfræðingar, hönnuðir, foreldrar og hugsjónafólk!
Stór hluti starfsmanna okkar hefur menntun í kennslu, nær allir eru foreldrar og öllum er umhugað um faglegt skólastarf. Okkar hlutverk er að styðja kennara í þeirra starfi og um leið veita nemendum tækifæri til að hámarka sína hæfni.
Þið getið lesið meira um starfsmenn okkar með því að smella á plúsinn við hverja mynd. Við látum gamlar skólamyndir einnig fylgja með en það er til að minna okkur á hve stutt er síðan við sátum sjálf á skólabekk og hvað margt hefur breyst síðan þá.
Andrew er með áralanga reynslu sem bakendaforritari m.a. hjá InfoMentor.
Björk er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Hún er menntaður kennari frá KHÍ og er auk þess með M.Ed gráðu í Uppeldis- og kennslufræðum. Hún starfaði við kennslu og stjórnun í yfir 20 ár í hinum ýmsu skólum, bæði á landsbyggðinni og í Kópavogi, áður en hún hóf störf hjá InfoMentor 2023.
Björk veit fátt betra en að eyða tíma með stráknum sínum sem gefur lífinu lit og gerir allt skemmtilegra. En hún hefur einnig gaman af ferðalögum, fara í göngur og sund og síðast en ekki síst að dunda sér á golfvellinum.
Netfang: bjork@infomentor.is
Brynja er menntaður kennari frá KHÍ og er auk þess með MA gráðu í Alþjóðasamskiptum. Hún starfaði í um 20 ár við kennslu og stjórnun í grunnskóla áður en hún gekk til liðs við InfoMentor 2018.
Brynja hefur fjölbreytt áhugamál, nýtur þess að ferðast sem mest og kynnast menningu annarra þjóða. Hún slakar á við að elda góðan mat og prjóna. Hún er gift og á tvö uppkomin börn.
Netfang: brynja@infomentor.is
Dan er rekstrarstjórinn okkar en hann hefur óbilandi áhuga á tækni og er sá sem sér um að halda kerfunum okkar gangandi eins og góðir kerfisstjórar gera. Frítíma sínum eyðir hann í að smíða hátækni lego módel og spila tölvuleiki.
Daryl er UX hönnuðurinn okkar og hefur ástríðu fyrir því sem hann gerir.
Hanna er með BS og MACC gráðu frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og hefur starfað við bókhald og fjármál í mörg ár. Hún er einnig með BS í hjúkrunarfræði og diplómu í kennslufræðum. Hanna hefur brennandi áhuga á útivist og smíðum.
Netfang: hanna@infomentor.is
Hrafnhildur er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði og diplóma í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun. Hún hefur áratuga reynslu af störfum í upplýsingatækni. Hún hefur óbilandi áhuga á ferðalögum, er fædd og uppalin í Reykjavík, en hefur búið í fjórum löndum og á Húsavík. Henni finnst sérstaklega gaman að koma á nýja staði og kynnast ólíkri menningu. Umhverfisvernd og heilsuvernd eru meðal hugðarefna hennar. Hrafnhildur stundar hlaup, hjólreiðar, jóga og göngur. Hún hefur gaman að listum, eldamennsku, að prjóna og ráða ýmiss konar gátur. Frítímann notar hún með fjölskyldu og vinum og þá sérstaklega finnst henni gaman að leika við barnabörnin tvö.
Netfang: hrafnhildur@infomentor.is
Jon er skarpur framendahönnuður með ástríðu fyrir veftækni og leggur áherslu á að skila einföldum en öflugum verkfærum. Frítíma sínum stundar hann hjólreiðar og nýtur þess að fínpússa hjólreiðatækni sína á ferð um hæðóttu heimaborgina, Exeter. Hann er dýravinur sem elskar hunda og fær kikk út úr því skjóta sér úr mikilli hæð með fallhlíf.
Karin er vörueigandi í þróunarteymi InfoMentor. Karin hefur víðtæka reynslu af því að leiða árangursrík þróunarverkefni með notendur og notendaviðmóti í brennidepli.
Nick stundaði nám í margmiðlun við háskólann í Plymouth og hefur áratuga reynslu af vefhönnun og vefþróun. Heima nýtur Nick þess að sér ýmis verkefni eins og tálgun, ýmsar endurbætur og landslagshönnun. Ef það er tími aflögu nýtur hann þess líka að ganga í Dartmoor þjóðgarði í suð-vestur Englandi.
Pete er með gráðu í stærðfræði og tölvunarfræði og hefur starfað við hugbúnaðarþróun í yfir 30 ár. Pete er ákafur fjallgöngumaður og klifrari og nýtur þess að skoða náttúruna með fjölskyldu sinni.
Netfang: peter@infomentor.is
Að námi loknu hóf Richard störf í upplýsingatæknigeiranum.Eftir 35 ár í greininni hóf hann störf hjá InfoMentor sem hugbúnaðarprófari en hann hefur víðtæka reynslu úr fjölbreyttum störfum til að mynda út stjórnsýslu, viðskiptum og smásölu. Þegar hann er ekki að vinna eyðir hann miklum tíma í að bera töskur og poka fyrir konuna sína sem elskar að ferðast og versla.
Sheryl hefur brennandi áhuga á starfi sínu sem gæða- og þróunarstjóri í þróunarteymi InfoMentor. Í frítíma sínum nýtur hún þess að hjóla og ganga auk þess að heimsækja bjórhátíðir.
Tim hefur víðtæka reynslu af gæðastjórnun þ.á.m. prófunum á upplýsinga- og miðlunarkerfum breska hersins og í tryggingageiranum. Áhugamál hans eru m.a. annars skapandi skrif og að uppgötva nýja tónlist. Hann stundar hjólreiðar og hjólar (venjulega) nógu marga kílómetra til að afsaka ástríðu sína fyrir góðum mat og víni.
Tony er lærður í vefhönnun og hefur langa reynslu af vinnu við námskrár og fræðsluáætlunum. Hann starfaði áður sem skólastjórnandi og hefur því mikla þekkingu á skólastarfi. Fyrir utan vinnu er hann giftur og tveggja barna faðir, kennir forritun og elskar Nordic noir bókmenntir.
Þórir er með M.Sc. gráðu í stærðfræði og fjármálaverkfræði. Hann hefur starfað við upplýsingatækni síðan 2007.
Þórir hefur gaman af því að vera með fjölskyldunni sinni, en hann er giftur og á 3 börn, ferðast, spila á hljóðfæri og syngja. Einnig hefur hann gaman af því að horfa á góða bíómynd, elda mat og af allskyns hreyfingu.
Þorkell (Keli) hefur lokið B.Ed prófi frá KHÍ og Diploma gráðu í stjórnun skólastofnanna. Hann á að baki margra ára reynslu sem grunnskólakennari og aðstoðarskólastjóri bæði í Snæfellsbæ og Dalabyggð. Áhugamál Þorkels er margvísleg en tónlistinn á hug hans allan og spilar hann á gítar og syngur bæði heima við og opinberlega. Þorkell hefur verið starfandi í hljómsveitum til margra ára og gerir enn. Einnig er hann félagi í Lionshreyfingunni og hefur gegnt mörgum embættisstörfum fyrir hana. Keli er fjölskyldumaður á tvö uppkomin börn, einn afastrák sem hann eyðir miklum tíma með og annar er á leiðinni.
Netfang: keli@infomentor.is