app, starfsmannaapp

Leita

Um InfoMentor

Mentor var stofnað árið 1990 þá sem Menn og mýs. Árið 2000 var fyrirtækinu skipt upp og nafninu breytt í Mentor. Í dag heitir bæði fyrirtækið og kerfið okkar InfoMentor sem er það vörumerki sem við notum á öllum mörkuðum.

Frá upphafi hefur fyrirtækið unnið með skólum og er því komið með aldarfjórðungs reynslu af rekstri og þróun náms- og upplýsingakerfa. Á þessum árum hefur orðið mikil þróun og kerfið er notað af skólum, sveitarfélögum og íþróttafélögum af milljónum notenda í þremur löndum.

Playschool girl poking tongue out

Fyrstu árin voru það eingöngu grunnskólar sem nýttu Mentor kerfið en árið 2001 kom fyrsta útgáfa fyrir leikskóla og sveitarfélög. Í dag er InfoMentor heildstætt náms- og upplýsingakerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi.

InfoMentor er með starfsstöðvar í þremur löndum en við sölu fyrirtækisins snemma árs 2021 til Nordtech Group AB voru höfuðstöðvarnar færðar til Svíþjóðar.

En InfoMentor starfrækir skrifstofur á Íslandi, þar sem eru 5 starfsmenn sem sinna m.a. þjónustu, sölu og þróun. Höfuðstöðvarnar eru í Kristianstad í Svíþjóð þar sem starfa 14 manns og loks er þróunardeild InfoMentor starfrækt í Exeter í Englandi þar sem starfa 13 manns.

lockmagnifiercrosschevron-down