Þetta námskeið er ætlað þeim innan skólanna sem sjá um að setja upp stundaskrár í kerfinu fyrir næsta skólaár og hafa ekki gert það áður eða vilja rifja upp. Námskeiðið er fjarnámskeið en farið verður í þætti eins og uppsetningu á tímasetti, kennslustofum og námsgreinum sem þarf að vera til staðar áður en hafist er handa. Þá verður farið í að gera stundatöflur fyrir hópa/bekki eða kennara og kennarahópa og skoðað hvernig fylgjast má með árekstrum í stundatöflu og fleira.
Námskeiðið er fjarnámskeið og verður þriðjudaginn 29. apríl frá klukkan 14:00-15:00 ef næg þátttaka fæst.
Verð: 16.500.-