app, starfsmannaapp

Leita

Nýtt skólaár

Calendar icon

21. ágúst, 2024

Nú er nýtt skólaár að hefjast í skólum landsins og að mörgu er að huga þegar kemur að
skólastarfinu. Á þessum árstíma heldur InfoMentor fjölbreytt námskeið og
kynningar, bæði sem skólarnir óska eftir en einnig opin námskeið sem notendur
geta skráð sig á. Síðustu árin hafa fjarnámskeið orðið vinsælli kostur.

Það er alltaf einhver þróun í gangi hjá InfoMentor og í haust munum við kynna nokkrar
nýjungar m.a. viðtalseiningu sem getur stutt við undirbúning reglulegra viðtala
við heimilin og einingu sem getur stutt við einstaklingsmiðað nám. Nýjungar
verða kynntar betur í september, þegar að nýjustu útgáfu er lokið.

Þá er ýmislegt annað í þróun sem væntanlegt er á skólaárinu og verður kynnt síðar.
Allar kynningar á nýjungum eru auglýstar á heimasíðunni undir liðnum Fræðsla og
eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

Á þessu hausti þá bjóðum við nokkra nýja skóla velkomna til okkar. Þeir skólar sem eru að taka upp
notkun á InfoMentor kerfinu nú í haust eru, Sjálandsskóli í Garðabæ, Fellaskóli í
Fellabæ og Krikaskóli í Mosfellsbæ, en við hlökkum til að starfa með þeim í vetur.

Eins og áður er þjónustuverið opið á virkum dögum og ráðgjafar okkar tilbúnir að aðstoða ykkur
þegar á þarf að halda.

lockmagnifiercrosschevron-down