app, starfsmannaapp

Leita

Gleðileg jól!

Calendar icon

22. desember, 2024

 

jólakveðja

Starfsfólk InfoMentor óskar öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla! Njótið tímans sem allra best.

Í ár rennur jólastyrkurinn okkar til Píeta samtakanna en það er starfsfólk okkar sem velur í sameiningu það málefni sem styrkt er í desember. Píeta samtökin vinna mjög mikilvægt starf og sinnir m.a. forvörnum og fræðslu gegn sjálfsvígum og sjálfskaða og aðstoða einstaklinga á öllum aldri.

Af okkur hjá InfoMentor er það helst að frétta að ýmislegt hefur verið um að vera hjá okkur og meðal þess er að kveðja starfsmenn sem eru að skipta um starfsvettvang en þeim óskum við alls hins besta á nýjum vettvangi og þökkum samstarfið. Þá munum við bjóða nýja starfsmenn velkomna á nýju ári en ráðningar standa yfir.

Kerfin okkar eru í stöðugri þróun og ýmislegt nýtt verið kynnt í kerfunum en skólar og stofnanir sem nota kerfin fá ýmist mánaðarleg fréttabréf með upplýsingum eða útgáfupósta með upplýsingum um nýjustu útgáfur.

Árið hefur verið viðburðarríkt hjá okkur með sameiningu, flutningum og fleiru og við hlökkum til nýs árs og nýrra tækifæra til að starfa með viðskiptavinum okkar.

 

 

lockmagnifiercrosschevron-down