app, starfsmannaapp

Leita

Viðmið um aðgengi samkvæmt WCAG stöðlum

Við hjá InfoMentor leggjum okkur fram við að bjóða upp á skólakerfi með notendavænt viðmót sem hentar öllum notendum.

Einn þáttur í því er að sjá til þess að öll ný þróun og breytingar í InfoMentor skólakerfinu fylgi WCAG stöðlum þannig að kerfið verði sem aðgengilegast fyrir alla.

staðlar tölva

Hvaða lög gilda um aðgengi fyrir alla að rafrænum kerfum?

Árið 2016 gaf Evrópusambandið út leiðbeinandi viðmið um aðgengisreglur fyrir opinbera aðila fyrir vefsvæði og smáforrit.

Lögin ná til fyritækja og opinberra aðila eins og sveitarfélaga um að aðlaga vefi og smáforrit að reglunum.

Til að uppfylla reglurnar þá þurfa vefsvæði og smáforrit að fylgja evrópskum stöðlunum EN 301 549 V2.1.2 sem byggja á WCAG 2.1. Það eru mismunandi tímasetningar sem gilda varðandi það að uppfylla kröfurnar sem gerðar eru t.d. ef um er að ræða vefsvæði sem nú þegar er í notkun, nýtt vefsvæði eða smáforrit.

reglugerð um WCAG

Hvað gerum við hjá InfoMentor til að uppfylla kröfurnar?

Fyrst er rétt að benda á að starfsmannahluti skólakerfis InfoMentor fellur ekki undir kröfuna þar sem kerfið, eins og það er núna, var gefið út fyrir þann tíma þar sem viðmiðunarreglurnar gilda um kerfi sem hafa verið gefin út eftir 22. september 2019.

Sama má segja um svæði nemenda og aðstandenda en það var gefið út árið 2013.

Þrátt fyrir það þá höfum við á undanförnum árum haft að leiðarljósi í nýrri hönnun og þróun að leitast við því að fylgja WCAG stöðlum og viðmiðum.

 

Hefur þú orðið fyrir öryggisbresti í InfoMentor?

Ef þú telur þið hafa orðið fyrir öryggisbresti sem notandi að InfoMentor kerfinu þá getur þú tilkynnt það með því að senda póst á dpo@infomentor.is með lýsingu á atvikinu. Þú færð staðfestingu á móttöku erindisins og upplýsingar að málið fari í réttan farveg.

WCAG staðlar
lockmagnifiercrosschevron-down