InfoMentor app fyrir nemendur og aðstandendur
InfoMentor kerfið fyrir heimilin er sniðið að þörfum nemenda og aðstandenda og nýtist vel í að fylgjast með námi og skólastarfi.
Aðstandendur og nemendur fá tilkynningar í appið ef nýjar færslur eru skráðar í InfoMentor kerfið.
Notendur geta ýmist skráð sig inn í gegnum vef eða sótt appið InfoMentor Hub af App store eða Google Play.
Appið! Einfalt og þægilegt.
InfoMentor Appið býður upp á reglulegar tilkynningar um ýmislegt sem tengist skólastarfinu. Tilkynningarnar birtast í bjöllunni þegar að nýjar skráningar hafa verið gerðar og með því að smella á bjölluna er notandinn leiddur á réttan stað.
Til að hefja notkun appsins þurfa nemendur og aðstandendur að hlaða niður appinu og skrá sig inn með notendanafni og lykilorði. Við minnum á að stilla persónustillingar og tilkynningar eins og hentar hverjum notanda.
Einfaldar aðgerðir, einföld yfirsýn
Á upphafssíðuinni má sjá marglitar flísar sem hafa ólík hlutverk og gefa þér góða yfirsýn yfir möguleika kerfisins. Flísarnar hafa ólík hlutverk en heiti þeirra er lýsandi eins og t.d. ástundun, upplýsingaveita, námsmat og fleira. Þegar flísar eru opnaðar má sjá frekari upplýsingar.
Þegar nemendur og aðstandendur skrá sig inn á Minn Mentor sjá þeir marga reiti í mismunandi litum. Hver og einn þeirra inniheldur ákveðnar upplýsingar og sjá má strax yfirlit um hve mikið er þar á bak við og hvort eitthvað nýtt hefur bæst við frá því síðast þegar notandi skráði sig inn.
Fjöldi þessara mislitu reita getur verið mismunandi eftir skólum og mögulega eru einhverjir í boði sem skólinn er ekki að nota. Framan við nafn nemandans er bjalla og með því að smella á hana færðu yfirlit yfir nýjar færslur.
Stundaskrá – hér sérðu stundaskrána og getur t.d. valið ákveðinn dag fram í tímann ef þú vilt skoða hvernig kennslu er háttað þann dag.
Tengiliðalisti – hér sérðu tengiliðalistann þar sem hægt er að velja á milli bekkjarlista sem inniheldur nöfn nemenda og starfsmannalista skólans. Hægt er að senda tölvupóst á báða þessa lista hvort heldur hóp eða einstaklinga. Aðstandendur geta stýrt sýnileika sínum á listanum en það er gert í gegnum stillingar á persónuvernd á Minn Mentor. Við bendum á að ef aðstandandi er með lokað fyrir birtingu þar þá berst honum ekki tölvupóstur sem aðrir aðstandendur senda innan kerfisins. Til að senda póst þarf að haka við allan hópinn eða við nöfn þeirra einstaklinga sem eiga að fá póst og senda tölvupóst t.d. þegar bjóða þarf í afmæli eða minna á bekkjarskemmtun.
Ástundun – hér má sjá ástundun um leið og kennari hefur skráð hana inn. Sem aðstandandi getur þú tilkynnt veikindi frá þessu svæði beint úr símanum þínum og leyfi í einstaka kennslustundum sé skólinn með opið á þann möguleika.
Dagatal – Hér skrá kennarar heimanám og áætlanir sem birtast hjá nemendum og aðstandendum í dagatalinu, hér er einnig hægt að hafa skóladagatalið en það sýnir yfirlit yfir alla helstu atburði ársins, s.s. prófdaga, starfsdaga, frí og aðrar mikilvægar dagsetningar.
Upplýsingaveita – Hér má lesa fréttir sem annaðhvort eiga eingöngu við um bekkinn eða allan skólann og nálgast skjöl og hlekki sem skólinn setur inn.
Fréttir – hér birtast allar almennar fréttir frá skólanum en að auki geta verið fréttir sem eingöngu eiga við um bekkinn.
Verkefni – hér eru verkefnin sem nemendur eiga annað hvort að vinna í skólanum eða geta leyst heima. Nemendur hafa yfirsýn yfir það hve mörg verkefni bíða þeirra og þegar þeir hafa lokið þeim af geta þeir hakað við og merkt að þeim sé lokið.
Námslotur – hér sjáum við námslotur sem nemandinn er skráður í. Þær geta náð yfir mislöng tímabil en innihalda allt sem viðkemur kennslunni í hverri grein fyrir sig.
Námsmat – hér er yfirlit yfir allt námsmat í hverri grein. Hvort sem um er að ræða hæfniviðmið, námsmarkmið eða verkefni. Það er misjafnt eftir skólum hvaða mörguleika þeir nota en allir ættu þó að vera með námsmat tengt hæfnikorti nemenda.
Námsmappa – hér eru ýmis gögn sem tilheyra nemandanum. Það geta verið myndir, sýnishorn af verkum hans eða vitnisburðarskírteini.
Rafræn próf – kennarar geta lagt rafræn próf fyrir nemendur sem þeir svara á InfoMentor og skila inn.
Vikuáætlun – yfirlit yfir vikuna, hvort sem það er heimavinna eða aðrar upplýsingar frá kennaranum. Hægt er að fletta fram í tímann á komandi vikur.
PIN númer – nemendur og aðstandendur geta virkjað PIN númer sem þeir nota til að skrá sig inn í stað þess að vera með notandanafn og lykilorð. Athugið þetta er bara hægt að gera í upphafi þegar app hefur verið hlaðið niður.
Handbækur fyrir nemendur og aðstandendur á PDF formi
Þegar spurningar vakna um notkun kerfisins þá er gott að geta leitað svara í handbókum InfoMentor. Hér getur þú hlaðið niður handbókum fyrir InfoMentor kerfið sem gætu nýst þér í að kynna þér kerfið betur. Handbækurnar má finna undir liðnum Aðstoð.